Gresja (steppa)
Loftslag:
Úrkoma:
Jarđvegur:
Gróđur:
Misjafnt eftir stöđum, ţurrka- og regntímar eđa svalir vetur og hlý sumur.
Miđlungs mikil.
Ţykkur og nćringarríkur.
Gras, blóm, nćr engin tré.


Dýralíf:

Spendýr, fuglar og skordýr.
Gras er einkennandi fyrir gresju. Gresjur eru vanalega frekar flatar og samfelldar. Loftslagiđ er misjafnt eftir ţví hvar gresjan er. Nćrri eyđimörkunum skiptast á ţurrka- og regntímar og ţar er alltaf hlýtt. Nćrri laufskógunum eru vetur svalir og sumrin hlý međ mesta úrkomu á vorin og snemma á sumrin. Almennt er úrkoman miđlungs mikil.

Gras er ađal gróđurinn á gresjunni, ásamt blómum, og ţar eru nćr engin tré. Jarđvegurinn er oftast ţykkur, nćringarríkur og góđur fyrir vöxt plantna og hafa gresjur ţví oft veriđ teknar undir landbúnađ.

Á gresju finnast spendýr, fuglar, skordýr og nokkrar skriđdýrategundir. Međal fugla má nefna ýmsa spörfugla, uglur, hauka og ýmsa hćnsnfugla eins og kornhćnur. Flest spendýrin eru grasbítar eins og gasellur, antilópur, vísundar og villihestar en einnig eru mörg smádýr eins og mýs, jarđíkornar og merđir algeng. Á grasbítunum, fuglum og smádýrunum lifa svo rándýr eins og sléttuúlfar, ljón og refir.

Gresjur heita ýmsum nöfnum í mismunandi löndum. Í Rússlandi er gresjan kölluđ steppa, í Argentínu pampas og í Suđur-Afríku veldt.
Yrkja  |  Námsgagnastofnun  |  Skógrćktarfélag Íslands